Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:58:12 (2292)

1995-12-21 10:58:12# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:58]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Með þessari lagagrein er í raun verið að rjúfa tengsl atvinnuleysisbóta við launaþróun og festa tölur í lögum sem síðan þarf væntanlega að breyta árlega. Nær væri að ákveðnar reglur gildi um að atvinnulausu fólki sé tryggður ákveðinn réttur. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þó komið til móts við sjónarmið stjórnarandstöðunnar. En eftir stendur að það er verið að rjúfa þessi tengsl. Því kýs ég að greiða ekki atkvæði.