Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:59:18 (2293)

1995-12-21 10:59:18# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:59]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég greiði ekki atkvæði um þessa grein en vil láta það koma fram við þessa atkvæðagreiðslu að ríkisstjórnin gerði tillögu um að rjúfa algjörlega tengslin milli atvinnuleysisbóta og annarra efnahagsþátta. Hún hopaði í málinu fyrir þrýsting frá stjórnarandstöðunni. Það er mikilvægt að undirstrika það og skoða þessa grein og niðurstöðuna að því er varðar atvinnuleysisbæturnar með hliðsjón af 35. gr. þar sem gert er ráð fyrir því að takmarka þessa viðmiðun um takmarkaðan tiltekinn tíma. Þess vegna er ekki um það að ræða að verið sé að rjúfa að fullu tengsl atvinnuleysisbóta og annarra efnahagsstærða í landinu.