Dagskrá 120. þingi, 78. fundi, boðaður 1995-12-22 23:59, gert 26 15:21
[<-][->]

78. fundur

---------

Dagskrá

Alþingis föstudaginn 22. des. 1995

að loknum 77. fundi.

---------

  1. Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í flugráð, allra til fjögurra ára, frá 1. janúar 1996 til ársloka 1999, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 1. gr. laga nr. 119 28. des. 1950, um stjórn flugmála.
  2. Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í stjórn Grænlandssjóðs til þriggja ára, frá 1. janúar 1996 til 31. desember 1998, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 6. gr. laga nr. 102 31. desember 1980, um Grænlandssjóð.
  3. Kosning fjögurra manna og jafnmargra varamanna í stjórnarnefnd ríkisspítalanna til fjögurra ára, frá 20. desember 1995, skv. 30. gr. laga nr. 97 28. desember 1990, um heilbrigðisþjónustu.
  4. Kosning umboðsmanns Alþingis skv. 1. gr. laga nr. 13 1987, um umboðsmann Alþingis, til fjögurra ára, frá 1. janúar 1996 til 31. desember 1999.
  5. Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar til tveggja ára, frá 1. janúar 1996 til 31. desember 1997, skv. ályktun Alþingis 24. ágúst 1881, um reglur um Gjöf Jóns Sigurðssonar, sbr. ályktanir Alþingis 6. maí 1911 og 29. apríl 1974, um breytingar á henni.
  6. Kosning eins fulltrúa í Norðurlandaráð í stað Hjörleifs Guttormssonar og eins varafulltrúa í stað Steingríms J. Sigfússonar. Kosningin gildir þar til ný kosning hefur farið fram.
  7. Kosning eins fulltrúa í Vestnorræna þingmannaráðið í stað Steingríms J. Sigfússonar og eins varafulltrúa í stað Svavars Gestssonar. Kosningin gildir þar til ný kosning hefur farið fram á þessu þingi.
  8. Frestun á fundum Alþingis, stjtill., 268. mál, þskj. 496. --- Ein umr.
  9. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, frv., 263. mál, þskj. 470. --- 3. umr. Ef leyft verður.

  • Liðir utan dagskrár (B-mál):
  1. Þingfrestun.
  2. Afbrigði um dagskrármál.
  3. Jólakveðjur.