Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 74 . mál.


338. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Björgu Thorarensen, deildarstjóra í dómsmálaráðuneyti. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá Íslandsdeild Amnesty International, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Fangavarðafélagi Íslands, Sýslumannafélagi Íslands, Fangelsismálastofnun ríkisins, Landssambandi lögreglumanna og lögreglustjóranum í Reykjavík.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Hún vill þó benda á að í umsögnum Íslandsdeildar Amnesty International og Mannréttindaskrifstofu Íslands komu fram ábendingar um nauðsyn þess að gerður verði samanburður á ákvæðum alþjóðlegra mannréttindasáttmála, sem Ísland er aðili að, og íslenskum lögum og réttarframkvæmd.

Alþingi, 12. des. 1995.



Sólveig Pétursdóttir,

Sighvatur Björgvinsson.

Kristján Pálsson.


form., frsm.



Guðný Guðbjörnsdóttir.

Ögmundur Jónasson.

Ólafur Örn Haraldsson.



Arnbjörg Sveinsdóttir.

Hjálmar Jónsson.