Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 100 . mál.


384. Breytingartillögur



við frv. til l. um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 1. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „sem boðin er“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: sem viðskipti eiga sér stað með.
         
    
    Í stað orðanna „sbr. þó ákvæði V. og VI. kafla laga þessara, eftir því sem við getur átt“ í 4. mgr. komi: og um starfsemi þeirra aðila sem eftir þeim starfa. Þar sem ákvæði sérlaga eru ófullnægjandi eða ganga skemur en ákvæði IV. og V. kafla laga þessara skulu ákvæði þeirra kafla gilda.
    Við 2. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Framleiðendur mega einungis markaðssetja örugga vöru.
    Við 4. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Framleiðandi telst vera sá sem býr til fullunna vöru, býr til hluta vöru eða lætur af hendi hráefni, vinnur eða aflar afurða úr náttúrunni að því tilskildu að hann hafi staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig telst framleiðandi vera sá sem merkir framleiðsluvöruna með nafni sínu, vörumerki eða öðru kennimarki eða aðili sem endurgerir vöruna. Hafi framleiðandi vöru ekki staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu skal fulltrúi hans teljast framleiðandi. Hafi hvorki fulltrúi framleiðanda né framleiðandi staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu skal innflytjandi teljast framleiðandi. Aðrir fagmenn í aðfangakeðjunni, að því leyti sem starfsemi þeirra snertir öryggiseiginleika framleiðsluvöru sem er markaðssett, teljast og til framleiðanda.
    Við 7. gr. Í stað orðanna „aðili sem uppfyllir hlutleysi þriðja aðila og“ í fyrri málslið komi: hlutlaus aðili.
    Við 8. gr. Í stað orðanna „vera sjálfkrafa talin“ í 2. mgr. komi: sjálfkrafa teljast.
    Við 10. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðunum „að ákveða eftirfarandi í reglugerð“ í 1. mgr. komi: í samræmi við staðla og venjur sem gilda um öryggi vöru á sameiginlegum markaði ríkja Evrópska efnahagssvæðisins.
         
    
    Síðari málsgrein falli brott.
    Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  Framleiðendum og dreifingaraðilum samkvæmt lögum þessum er í tengslum við rannsókn máls skylt að beiðni eftirlitsstjórnvalda að afhenda skrá með upplýsingum um birgja og þá er bjóða fram vörur þeirra.
    Við 14. gr. Á eftir orðunum „hættulegum vörum á markaði“ í 7. tölul. komi: sem lög þessi taka til.
    Við 15. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. málsl. orðist svo: Hlutverk annarra eftirlitsstjórnvalda en Löggildingarstofu í opinberri markaðsgæslu að því leyti sem ekki er öðruvísi ákveðið í sérlögum er sem hér greinir.
         
    
    Í stað orðsins „eiginleika“ í 1. tölul. komi: atriða.
         
    
    3. tölul. falli brott.
         
    
    4. tölul. orðist svo: Að taka stjórnvaldsákvarðanir í samræmi við ákvæði sérlaga er gilda hér á landi um tilteknar vörur eða vöruflokka hverju sinni og ákvæði IV. og V. kafla laga þessara eftir því sem við getur átt.
    Við 19. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirlitsstjórnvöld skulu ávallt gæta þess að málsmeðferð, rannsókn, ákvarðanir og úrskurðir þeirra samkvæmt lögum þessum séu í samræmi við stjórnsýslulög. Í þeim tilvikum sem eftirlitsstjórnvöld kunna að taka ákvarðanir vegna bráðrar eða yfirvofandi hættu skal stjórnvaldsákvörðun tekin til bráðabirgða. Endanlega ákvörðun skal eftirlitsstjórnvald taka eins fljótt og unnt er og tilkynna málsaðila rökstudda ákvörðun sína ásamt upplýsingum um áfrýjunarleiðir og áfrýjunarfresti.
    Við 20. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir upphafsorðunum „Eftirlitsstjórnvald getur“ komi: með rökstuðningi.
         
    
    Á eftir orðunum „Torveldi framleiðandi eða dreifingaraðili“ komi: sannanlega.
    Við 24. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Sýnishorn vöru samkvæmt þessari grein er að jafnaði eitt eintak vöru eða lágmarksfjöldi sem nauðsynlegur er til að framkvæma rannsókn.
         
    
    Við 2. mgr. bætist tveir nýir málsliðir er orðist svo: Framleiðandi eða fulltrúi hans greiðir allan kostnað af tilkynningum um hættulega vöru sem beint er til almennings, svo sem kostnað við tilkynningar í fjölmiðlum. Framleiðanda eða fulltrúa hans er heimilt að annast tilkynningar til almennings enda sé framkvæmd tilkynningar með þeim hætti að eðlilegum varnaðaráhrifum verði náð.
    Við 27. gr. Greinin falli brott.
    Heiti VII. kafla verði: Þagnarskylda.