Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 262 . mál.


457. Frumvarp til laga



um hagræðingu í ríkisrekstri.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, GMS, SP, EOK, PHB).



1. gr.

    Ekki má setja á fót nýja ríkisstofnun, nema með lögum. Hlutaðeigandi ráðherra er þó heimilt, telji hann það hagkvæmt, að sameina þjónustusvæði og semja við sveitarfélög eða einkaaðila um að þeir taki að sér að veita þjónustu sem tiltekinni ríkisstofnun er ætlað að veita, svo og að heimila einni ríkisstofnun að taka að sér þjónustu sem er á ábyrgð annarrar ríkisstofnunar. Flutningur verkefna og fjárheimilda samkvæmt lögum þessum skal vera tímabundinn.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í frumvarpi þessu er lagt til að ráðuneytum verði heimilt að færa verkefni milli stofnana eða fela sveitarfélögum og einkaaðilum að veita lögbundna þjónustu fyrir hönd ríkissjóðs, enda sé það talið hagkvæmt. Við það er miðað að mögulegt sé að breyta þjónustusvæðum og að um tímabundna samninga um þjónustuviðskipti verði að ræða. Breytingin eykur sveigjanleika í ríkisrekstrinum og gefur möguleika á hagræðingu.