Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 1 . mál.


462. Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1996.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (JónK, StB, ÁJ, ÁMM, ÍGP, HjálmJ, ArnbS).



    Við 6. gr. Nýir liðir:
        2.11    Að fella niður opinber gjöld af fallbyssuskotum sem Landhelgisgæslan hefur flutt inn frá Danmörku.
        2.12    Að fella niður stimpilgjöld í tengslum við leigu flugfélagsins Atlanta hf. á Boeing 737-200F flugvél með skrásetningarmerkið TF-ABX.
    Við 6. gr. 3.19 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 3.53 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 3.54 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 3.55 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. Orðið „framhaldsskóla“ í niðurlagi 3.64, 3.65 og 3.66 falli brott.
    Við 6. gr. 3.71 Liðurinn orðist svo:
         3.71    Að selja íbúðar- og útihús á jörðinni Gufudal í Ölfushreppi, Árnessýslu.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.73    Að selja embættisbústað að Brekkubyggð 14 og starfsmannaíbúð að Þverbraut 1, Blönduósi, og verja andvirði sölunnar til kaupa á hentugra húsnæði.
        3.74    Að selja núverandi sendiherrabústað í Washington og kaupa annan í staðinn.
        3.75    Að selja húseign Rafmagnsveitna ríkisins, Dverghamra, við Suðurlandsveg á Kirkjubæjarklaustri.
        3.76    Að selja aðveitustöðvarhús Rafmagnsveitna ríkisins að Kúludalsá, Innri Akraneshreppi.
        3.77    Að selja hlut ríkissjóðs í fasteigninni Austurvegi 11 á Ísafirði.
        3.78    Að selja jörðina Fögruhlíð í Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu.
        3.79    Að selja jörðina Gvendarnes (Hafnarnes) í Fáskrúðsfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu.
        3.80    Að selja spildu úr lóð ríkissjóðs á Grundartanga, Skilmannahreppi.
        3.81    Að selja land ríkissjóðs innan þéttbýlismarka í Grundarfirði, Eyrarsveit.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.22    Að kaupa hluta jarðarinnar Katanes í Hvalfjarðarstrandarhreppi og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.23    Að kaupa viðbótarhúsnæði til nota fyrir embætti sýslumannsins í Búðardal og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.24    Að kaupa húsnæði í Ólafsvík fyrir embætti sýslumannsins í Stykkishólmi.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        5.12    Að lækka heildargjöld stofnana samgönguráðuneytisins í A- og B-hluta fjárlaga 1996 um allt að 0,4% hjá hverri stofnun, þó að hámarki 30 m.kr. samtals, að fengnum tillögum samgönguráðherra. Andvirði þessa verði lagt til markaðsátaks erlendis o.fl. til þess að lengja ferðamannatíma á Íslandi.
        5.13    Að fella niður 25% af höfuðstól sérstakra rekstrarlána til fiskeldis sem landbúnaðarráðuneytið veitti fiskeldisfyrirtækjum á árunum 1991–1992. Niðurfellingin sé miðuð við höfuðstól lánanna eins og hann var 1. desember 1995.
        5.14    Að ganga frá samningi við héraðsnefnd Árnessýslu og bæjarstjórn Selfosskaupstaðar um skiptingu lands og annarra eigna á Laugarvatni.
        5.15    Að ábyrgjast lán sem Súðavíkurhreppur tók til að fjármagna kaup á bráðabirgðahúsnæði á árinu 1995.
        5.16    Að láta undirbúa og hefja viðbyggingu við hús Vita- og hafnamálastofnunar í Kópavogi, enda hafi lög um sameiningu Vita- og hafnamálastofnunar og Siglingamálastofnunar ríkisins verið samþykkt. Jafnframt að ráðstafa til byggingarinnar af eigin fé Vitastofnunar og taka nauðsynleg lán til framkvæmda.
        5.17    Að ráðstafa, í samráði við fjárlaganefnd Alþingis, fjárlagalið 09-481-190 Sparnaður í ríkisrekstri til hækkunar á fjárheimild einstakra rekstrarverkefna á árinu 1996, enda lækki fjárheimildin um a.m.k. sömu fjárhæð árið 1997.
        5.18    Að heimila Póst- og símamálastofnun, með samþykki samgönguráðherra, að kaupa og fara með hlut ríkisins í rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum á verksviði stofnunarinnar, m.a. til verkefnaöflunar erlendis.
        5.19    Að heimila, með samþykki samgönguráðherra, þátttöku ríkissjóðs í hlutafélagi sem verið er að stofna ásamt starfsmönnum Kerfisverkfræðistofu Háskóla Íslands til að stuðla að útflutningi á íslenskri þekkingu á sviði flugleiðsögu- og flugstjórnartækni.
        5.20    Að semja um leigu og gera nauðsynlegar breytingar á nýju húsnæði fyrir Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Neskaupstað.
        5.21    Að veita Orkubúi Vestfjarða lán í tengslum við kaup þess á Hitaveitu Reykhólahrepps, enda verði kaupin liður í heildstæðum aðgerðum til fjárhagslegrar endurskipulagningar Reykhólahrepps.