Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 283 . mál.


612. Nefndarálit



um frv. til l. um flutninga á skipgengum vatnaleiðum vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Einar Hermannsson frá Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða og Jón Birgi Jónsson ráðuneytisstjóra frá samgönguráðuneyti.
    Með frumvarpinu er tryggður gagnkvæmur frjáls aðgangur skipa, sem skráð eru í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, að skipgengum vatnaleiðum innan svæðisins og geta í því falist umtalsverðir hagsmunir fyrir íslenska kaupskipaútgerð.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Árni Johnsen var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. febr. 1996.



Einar K. Guðfinnsson,

Magnús Stefánsson.

Egill Jónsson.


form., frsm.



Stefán Guðmundsson.

Kristján Pálsson.

Ragnar Arnalds.



Guðmundur Árni Stefánsson.

Ásta R. Jóhannesdóttir.