Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 98 . mál.


634. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 10/1993, um verðbréfasjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 2. gr. Í stað orðanna „þremur árum“ komi: fimm árum.
    Við 3. gr. Á eftir orðinu „hlutafélag“ komi: eða einkahlutafélag.
    Við 4. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ komi: fyrirtækis í verðbréfaþjónustu.
    Á eftir 10. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  3. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
                  Verði endurskoðendur varir við slíka ágalla í rekstri verðbréfasjóðs að reikningar verði ekki áritaðir eða athugasemdir við þá gerðar, ágalla á innra eftirliti eða önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu sjóðsins til áframhaldandi reksturs, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög og reglugerðir eða reglur sem gilda um sjóðinn hafi verið brotnar, skal endurskoðandi þegar gera stjórn sjóðsins og bankaeftirliti viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi verðbréfasjóðs fær vitneskju um og varða fyrirtæki í nánum tengslum við sjóðinn. Ákvæði þessarar greinar brjóta ekki í bága við þagnarskyldu endurskoðenda samkvæmt ákvæðum annarra laga.