Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 101 . mál.


636. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 11/1993, um Verðbréfaþing Íslands.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við bætist ný grein, er verði 1. gr., svohljóðandi:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
         
    
    Í stað orðanna „viðskipta- og upplýsingakerfi“ í 1. tölul. kemur: viðskipta-, uppgjörs- og upplýsingakerfi.
         
    
    Á eftir 2. tölul. kemur nýr töluliður er orðast svo: að setja reglur um uppgjör viðskipta með tilliti til fjárhagsstöðu þingaðila.
         
    
    Við greinina bætist nýr töluliður er orðast svo: að vinna að framþróun og skilvirkni verðbréfamarkaðar.
    Við 1. gr. (er verði 2. gr.). Í stað orðanna „þremur árum“ í b-lið komi: fimm árum.
    Við 3. gr. (er verði 4. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
         
    
    Á eftir orðinu „Verðbréfafyrirtæki“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: verðbréfamiðlun sem heimilt er að eiga viðskipti með verðbréf fyrir eigin reikning.
         
    
    Við 3. tölul. 1. mgr. bætist: enda hafi þeir sambærilegan aðgang að skipulegum verðbréfamarkaði í heimaríki sínu.
         
    
    Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
                            Stjórn Verðbréfaþings setur nánari reglur um aðild að Verðbréfaþingi Íslands.
    Á eftir 4. gr. (er verði 5. gr.) komi ný grein er orðist svo:
                  Í stað orðanna „viðskipta- og upplýsingakerfi“ í 13. gr. laganna kemur: viðskipta-, uppgjörs- og upplýsingakerfi.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Viðskiptaráðherra skal eftir gildistöku laga þessara skipa nefnd sem vinni að heildarendurskoðun laga um Verðbréfaþing Íslands með það að meginmarkmiði að afnema einkarétt þess á verðbréfaþingsstarfsemi eigi síðar en í árslok 1997.