Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 73 . mál.


658. Breytingartillögur



við frv. til l. um mannanöfn.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 6. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    3. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þó er eiginnafn foreldris í eignarfalli heimilt sem millinafn.
         
    
    Orðið „einnig“ í 4. málsl. falli brott.
    Við 7. gr. Lokamálsgrein falli brott.
    Við 8. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir 1. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Manni er enn fremur heimilt að kenna sig til beggja foreldra sinna eða bera ættarnafn sem hann á rétt á til viðbótar því að kenna sig til föður eða móður.
         
    
    Orðið „þó“ í síðari málslið 2. mgr. falli brott.
         
    
    Á eftir orðunum „þessara laga“ í 1. málsl. 5. mgr. komi: eða bar ættarnafn í gildistíð laga nr. 37/1991.
    Við 11. gr. Í stað orðanna „því skilyrði að þeir breyttu nöfnum sínum“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: nafnbreytingarskilyrðum.
    Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  Erlendur ríkisborgari sem stofnar til hjúskapar við Íslending má taka upp kenninafn maka síns. Enn fremur má hann kenna sig til föður maka síns eða móður þannig að við eignarfallsmynd eiginnafns komi dóttir ef kvenmaður á í hlut en son ef um karlmann er að ræða.
    Við 13. gr. Orðin „2. mgr.“ í 1. mgr. falli brott.
    Við 14. gr. Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                  Ef óskað er breytingar á kenninafni barns þannig að það fái ættarnafn sem það á rétt á eða verði kennt til móður í stað föður eða öfugt og foreldrið, sem barnið hefur verið kennt til, er andvígt breytingunni getur dómsmálaráðherra leyft hana ef sérstaklega stendur á og telja verður að hún verði barninu til verulegs hagræðis.
    Við 21. gr. 3. málsl. orðist svo: Skal einn nefndarmaður skipaður að fenginni tillögu heimspekideildar Háskóla Íslands, einn að fenginni tillögu lagadeildar Háskóla Íslands og einn að fenginni tillögu Íslenskrar málnefndar.
    Við 22. gr. Í stað orðanna „Hagstofa Íslands“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: Nefndin.
    Við 25. gr. Í stað „lánskjaravísitölu í janúar 1995“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: vísitölu neysluverðs í janúar 1996.
    Ákvæði til bráðabirgða I orðist svo:
                  Hagstofa Íslands, Þjóðskrá, skal við gildistöku laga þessara setja reglur um skráningu nafna þegar ekki er unnt að skrá nafn manns að fullu í þjóðskrá og ekki næst samkomulag um hvernig með skuli fara.