Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 97 . mál.


689. Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfaviðskipti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 2. gr. 9. tölul. orðist svo: Náin tengsl: Innbyrðis tengsl tveggja eða fleiri lögaðila sem fela í sér beina eða óbeina hlutdeild þessara aðila sem nemur a.m.k. 20% af eigin fé eða atkvæðisrétti fyrirtækis. Einnig er um náin tengsl að ræða ef fyrrgreindir aðilar, eða dótturfélög þeirra, hafa vegna samninga yfirráð í fyrirtæki eða sambærileg innbyrðis tengsl eins eða fleiri lögaðila eða einstaklinga við fyrirtæki.
    Við 9. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Heildarmarkaðsvirði þeirra verðbréfa sem verðbréfamiðlun er heimilt að varðveita fyrir eigin reikning skal ekki fara yfir 15% af stofnfé en um starfsheimildir verðbréfamiðlunar samkvæmt þessari málsgrein, svo sem innan hvaða tímamarka slík viðskipti eru heimil, skal setja nánari ákvæði í reglugerð að fenginni umsögn bankaeftirlits Seðlabanka Íslands.

























Prentað upp.