Ferill 271. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 271 . mál.


744. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Þórhall Ólafsson og Ólaf W. Stefánsson frá dómsmálaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Bílgreinasambandinu, Félagi löggiltra bifreiðaeigenda og lögreglustjóranum í Reykjavík.
    Frumvarpið fjallar um rétt bifreiðaeigenda til að fá sérstök skráningarmerki, einkamerki, á bíla sína þannig að bílnúmer geti samanstaðið af eingöngu bókstöfum eða tölustöfum.
    Nefndin leggur áherslu á að samkvæmt skriflegum upplýsingum sem henni bárust frá dómsmálaráðuneytinu er ekki verið að innleiða tvöfalt skráningarkerfi á ný með þessari breytingu heldur er þvert á móti ætlunin að eldri skráningarmerkin, þ.e. þau sem notuð voru fyrir tíð fastnúmerakerfisins, hverfi endanlega úr umferð fyrir árslok 1997. Einkamerki eiga að verða að öllu leyti eins og núverandi skráningarmerki nema hvað varðar röðun bókstafa og tölustafa á merkinu. Bifreið með einkamerki mun einnig fá fast númer sem fylgir bifreiðinni þar til hún verður afskráð. Ef ætlunin er að selja bifreið sem ber einkamerki þarf eigandi að setja fastnúmeramerki á og ber hann af því allan kostnað. Nefndin gerir athugasemd við eitt aðriði í frumvarpinu og það er að gjaldið, sem mönnum er ætlað að greiða fyrir réttinn að einkamerkjum, sé of hátt. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 2. efnismgr. 1. gr. komi: 25.000 kr.

Alþingi, 20. mars 1996.



Sólveig Pétursdóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Sighvatur Björgvinsson,


form., frsm.

með fyrirvara.



Árni R. Árnason.

Guðný Guðbjörnsdóttir.

Jón Kristjánsson.



Kristján Pálsson.

Margrét Frímannsdóttir,

Hjálmar Jónsson.


með fyrirvara.