Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 154 . mál.


820. Breytingartillögur



við frv. til l. um tæknifrjóvgun.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (SP, VS, SighB, ÖJ, KPál, ÁRA, JónK).



    Við 2. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð og væntanlegum gjöfum faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga.
    Við 3. gr. Á eftir orðinu „læknisfræðilegu“ í 2. mgr. komi: félagslegu.
    Við 4. gr. Í stað 2. og 3. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar svohljóðandi:
                  Óski gjafi eftir nafnleynd er heilbrigðisstarfsfólki skylt að tryggja að hún verði virt. Í þeim tilvikum má hvorki veita gjafa upplýsingar um parið sem fær gjafakynfrumur eða um barnið né veita parinu eða barninu upplýsingar um gjafann.
                  Óski gjafi ekki eftir nafnleynd skal stofnunin varðveita upplýsingar um hann í sérstakri skrá. Verði til barn vegna kynfrumugjafarinnar skal varðveita upplýsingar um það og parið sem fékk gjafakynfrumurnar í sömu skrá.
                  Barnið, sem verður til vegna kynfrumugjafar þar sem gjafi óskar ekki eftir nafnleynd, getur er það nær 18 ára aldri óskað eftir aðgangi að skrá skv. 3. mgr. til að fá upplýsingar um nafn gjafans. Nú fær barn upplýsingar um kynfrumugjafa hjá stofnuninni og ber henni þá eins fljótt og auðið er tilkynna honum um upplýsingagjöfina.
    Við 11. gr. D-liður verði b-liður og breytist röð annarra stafliða samkvæmt því.
    Við 13. gr. Greinin orðist svo:
                  Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara. Í þeim skal m.a. fjalla um:
         
    
    undirbúning væntanlegra foreldra vegna meðferðarinnar, m.a. aðgang þeirra að ráðgjöf,
         
    
    notkun gjafakynfrumna, m.a. um notkun gjafakynfrumna innan fjölskyldu,
         
    
    geymslutíma fósturvísa,
         
    
    vísindarannsóknir á fósturvísum, sbr. c- og d-lið 11. gr., og vísindasiðanefnd sem fjalli um slíkar rannsóknir.
    Við 2. mgr. 14. gr. bætist: nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
    Við 15. gr. bætist: og skulu á sama tíma liggja fyrir reglur skv. 13. gr. um framkvæmd tæknifrjóvgunar sem ráðherra setur.