Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 438 . mál.


976. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um kostnað ríkissjóðs af gjaldþrotum einstaklinga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var kostnaður ríkissjóðs af gjaldþrotabeiðnum vegna einstaklinga á árunum 1992–95?
    Fékk ríkissjóður greitt upp í kröfur sínar í þessum gjaldþrotum?


    Fjármálaráðuneytið hefur nýlega látið gera skýrslu um úttekt á afskrifuðum skattskuldum. Á bls. 16 í skýrslunni koma fram upplýsingar um skiptakostnað vegna gjalþrotabúa þar sem eignir dugðu ekki fyrir skiptakostnaði. Samkvæmt upplýsingum ríkisbókhalds er örðugleikum bundið að sundurliða þessar tölur eftir því hvort gerðarþolarnir eru einstaklingar eða lögaðilar. Kostnaðurinn skiptist þannig (upphæðir eru í þús. kr.):

1992

1993

1994

1995

Samtals



Skiptakostnaður greiddur af ríkissjóði     
*  
*   34.366 40.750 75.116
Annar innheimtukostnaður
  greiddur af ríkissjóði     
71.562
118.127 113.426 115.436 418.551
Innheimtukostnaður útlagður af ríkissjóði
  sem hefur fallið á ríkissjóð og
  verið afskrifaður     
*  
*   41.989 23.574 65.563
Samtals     
559.230

     * Upplýsingar ekki fyrirliggjandi.

    Í síðari hluta fyrirspurnarinnar er óskað eftir upplýsingum um hve mikið ríkissjóður fékk úthlutað úr viðkomandi búum. Ef gjaldþrotaskiptin leiða í ljós að eignir duga ekki fyrir skiptakostnaði kemur ekkert til úthlutunar í viðkomandi búi. Framangreindar upplýsingar eiga eingöngu við þau bú þar sem skiptum lauk án þess að skiptakostnaður fengist greiddur. Úr þeim fékkst því ekkert upp í kröfur.