Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 11:30:20 (2874)

1997-01-30 11:30:20# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[11:30]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hér fullyrti hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir að frv. myndi veikja ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða. Ég er algjörlega ósammála þeirri túlkun og heyrði það í ræðu hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar að meira að segja hann túlkaði það þannig að þetta frv. mundi ekki raska 1. gr. laga um stjórn fiskveiða. Hins vegar þyrftum við að hafa áhyggjur af þróuninni og það er alveg hárrétt. Þannig að þetta er alls ekki svo. Ég er á móti því að heimila veðsetningu aflaheimilda og er því ánægð með hvernig þessi texti lítur nú út. Það stendur mjög skýrt í honum að óheimilt sé að veðsetja aflahlutdeild. Það stendur mjög skýrt. Það er það sem hefur breyst. Það stendur þarna skýrum stöfum og það er ekki hægt að hafa þetta einfaldara.

Hér fullyrti fyrri hv. ræðumaður að við værum að færa yfirráðaréttinn á auðlindinni yfir á hendur fárra aðila og við værum að veðsetja eigur annarra. Þetta er alrangt. Það er alveg skýrt í frv. að við erum að hafna því að það sé lögfest að heimila veðsetningu á kvóta. Svo einfalt er það.