Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 11:35:04 (2878)

1997-01-30 11:35:04# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[11:35]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 13 þm. Reykv. fór nokkuð hörðum orðum um viðskipti með aflaheimildir. Kallaði það brask. Nú veit ég ekki hvort hv. þm. er á móti viðskiptum á þessu sviði eða ekki. Ég ætla ekki að leggja hv. þm. orð í munn eða gera henni upp skoðanir í því efni en um þessi viðskipti var talað mjög niðrandi af hálfu hv. þm. Nú langar mig bara til að spyrja hv. þm.: Telur hún að það mundi veikja 1. gr. fiskveiðistjórnarlaganna ef öll viðskipti með aflaheimildir væru bönnuð? Mundi það það mati hv. þm. veikja 1. gr. laganna?