Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 14:31:07 (2921)

1997-01-30 14:31:07# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[14:31]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Eitt vil ég benda á sem ég lét ógetið í ræðu minni áðan en á auðvitað erindi inn í þessa umræðu og það er að ákvæði frv. ná einvörðungu til aflahlutdeildar. Í frv. er ekki að finna ákvæði sem banna að veðsetja aflamark. Aflamark er það magn sem hvert skip má veiða á hverju fiskveiðiári. Ég tel að hv. allshn. ætti að taka það fyrir við umfjöllun þessa máls hvort ekki væri rétt að útvíkka ákvæði frv. þannig að þau nái yfir aflamark líka svo það verði óheimilt að veðsetja aflamarkið. Ég tel hættu á að veðsetning á því ýti undir þróun sem menn vildu ekki sjá.