Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:24:01 (2965)

1997-01-30 17:24:01# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:24]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það sem ég hefði talið æskilegt að kæmi fram í máli hv. þm. Ísólfs Gylfa er hvort hann telur að með þessum lögum sé verið að heimila að veðsetja kvóta. Ég tel mikilvægt að það komi fram.

Hins vegar varðandi þessa réttaróvissu sem hv. þm. nefnir og hæstv. sjútvrh. hefur nefnt margsinnis í dag er spurningin þessi: Er það krafa útgerðarmanna að þessari réttaróvissu sé eytt eða er það bara krafa bankanna? Það er nefnilega svo að það er bara krafa bankanna en ekki þeirra sem taka þessi lán.