Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:36:43 (2969)

1997-01-30 17:36:43# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:36]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að endurtaka spurningu mína frá því í morgun sem ráðherra lofaði þá að hann mundi svara í síðari ræðu sinni en gerði ekki. Spurningin var einfaldlega sú hver yrði að mati ráðherrans réttarstaða þessara þriggja aðila ef kvótakerfinu yrði breytt, þ.e. fjármálastofnana sem hafa veitt lán, útgerðaraðila og ríkisins, annars vegar miðað við núverandi ástand og hins vegar miðað við að frv. yrði að lögum.

Svo rétt í tilefni af þessari síðustu ræðu ráðherrans þar sem hann segist vilja taka á skúrkum jafnt í öllum atvinnugreinum. Hvers vegna leyfir þá hæstv. sjútvrh. hið ólöglega kvótabrask sem allir vita að tíðkast nú í sjávarútvegi? Og hvers vegna úthlutar hann eða ríkisstjórnin ekki öðrum atvinnugreinum frítt hráefni fyrir tugi milljarða árlega?