Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:41:08 (2972)

1997-01-30 17:41:08# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:41]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt er heimilt frjálst framsal á aflaheimildum. Hv. þm. hefur tekið fram að það sé eitt af lykilatriðum í hagkvæmni núverandi fiskveiðistjórnarkerfis að slíkar reglur fái að gilda og það sem er heimilt lögum samkvæmt get ég ekki kallað brask. Hins vegar get ég kallað það brask sem gengur á svig við lögin og það sem er andstætt góðum viðskiptaháttum. Það er tekið á öllum slíkum dæmum. Þau fara fyrir dómstóla og þeir sem brjóta lögin með þeim hætti bera ábyrgð samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli niðurstöðu dómstóla.