Landsvirkjun

Þriðjudaginn 04. febrúar 1997, kl. 20:30:58 (3090)

1997-02-04 20:30:58# 121. lþ. 61.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur

[20:30]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að ég tel óheppilegt að alþingismenn séu við þessar kringumstæður að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar greinir okkur á, mig og hv. þm. Svavari Gestssyni.

Eins og hv. þm. veit liggur hér fyrir frv. til laga um Ríkisendurskoðun þar sem 1. flm. er hæstv. þingforseti, Ólafur G. Einarsson og fulltrúar allra flokka nema Kvennalistans eru flm. að þessu frv. Í 2. mgr. 6. gr. þessa frv. segir:

,,Enn fremur skal Ríkisendurskoðun annast endurskoðun reikninga fyrirtækja, félaga og stofnana sem rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs eða ríkissjóður á að hálfu eða meira, þar með talin hlutafélög, sameignarfélög,`` --- sem Landsvirkjun er --- ,,viðskiptabankar og sjóðir.``

Þannig að þetta eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar er tryggt. Um hitt getum við deilt hvort skynsamlegt sé að þingmenn séu með eftirlit með sjálfum sér.