Framlag til þróunarsamvinnu

Mánudaginn 10. febrúar 1997, kl. 16:04:23 (3236)

1997-02-10 16:04:23# 121. lþ. 65.2 fundur 103. mál: #A framlag til þróunarsamvinnu# þál., GHH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur

[16:04]

Geir H. Haarde:

Herra forseti. Tillaga er um að vísa þessu máli til hv. utanrmn. Þetta mál er hins vegar eins og það er lagt fram ekki síður skattamál en utanríkismál vegna þess að hér eru gerðar tillögur um að stórhækka skatta bæði á einstaklinga og lögaðila. Ef sú verður niðurstaðan að vísa þessu máli til utanrmn., sem ég er í sjálfu sér ekki andvígur vegna þess að kjarni málsins er á sviði utanríkismála, þá vil ég gjarnan að það komi fram að ég mun beita mér fyrir því að tillagan fari til umsagnar í hv. efh.- og viðskn. sem fjallar um skattamál hér í þinginu.