Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 22:16:45 (3356)

1997-02-11 22:16:45# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[22:16]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það var kannski nákvæmlega þetta atriði sem vafðist fyrir hv. þm. í hv. iðnn., þ.e. hvort Samkeppnisstofnun gæti haft afskipti af fyrirtækinu af því hvernig lögin eru um fyrirtækið og vegna þeirrar stöðu sem fyrirtækið hefur. Hins vegar er alveg ljóst að Samkeppnisstofnun getur gripið til aðgerða eins og ég var að lýsa hér áðan og lýst er í 17. gr. samkeppnislaganna og hljóðar svo, með leyfi forseta:

Íhlutun getur falið í sér bann, fyrirmæli eða heimild með ákveðnu skilyrði. Íhlutun getur m.a. falið í sér að samkeppnisráð grípi til ákvörðunar um verð og viðskiptakjör einstakra fyrirtækja eða fyrirtækjahópa, enda verði að mati samkeppnisráðs ekki með öðru móti komið í veg fyrir skaðleg áhrif á samkeppni í viðkomandi grein.

Þetta þýðir að stofnunin getur gripið til þessara aðgerða, getur haft áhrif á verðlagninguna og það er verið að tryggja það með þessu að Landsvirkjun eigi að lúta boðvaldi samkeppnisyfirvalda í þessum efnum.