Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 22:58:13 (3368)

1997-02-11 22:58:13# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[22:58]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti í þessari löngu umræðu sem ég og hv. 8. þm. Reykv. erum sammála. Það kom fram í þessari ræðu hjá hv. þm. að hann er sammála eignaraðilunum um að það er ekki efst á listanum að greiða út arðinn. Efst á listanum, herra forseti, er að lækka orkuverðið. Og þegar við höfum náð því markmiði þá getum við greitt niður skuldirnar og greitt út arð til eigendanna.