Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 14:53:42 (3417)

1997-02-12 14:53:42# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[14:53]

Hjálmar Árnason:

Hæstv. forseti. Í hreinskilni sagt er það að verða harmleikur hvernig Alþb. boðar heimsendi nánast í hverju máli sem kemur til umræðu á hv. Alþingi. (Gripið fram í: Hann er yfirvofandi.) Hugtakið íhald er að fá nýja merkingu í mínum huga. Allir fulltrúar í iðnn. utan einn standa að þeirri niðurstöðu sem hér er fengin. Allir fulltrúar í iðnn. utan einn treysta því samkomulagi sem eigendur Landsvirkjunar hafa náð. Allir fulltrúar í iðnn. utan einn treysta því að lækkun orkuverðs sé forgangsatriði fyrirtækisins fram yfir arðgreiðslur. Allir nefndarnefnd í iðnn. utan einn eru sammála því að komi til arðgreiðslna muni eigendur Landsvirkjunar, almenningur, njóta góðs af. Allir fulltrúar í iðnn. utan einn eru sammála því að arðgreiðslur verði notaðar annars vegar í þágu Reykvíkinga og Akureyringa en hins vegar verði arður ríkisins notaður til atvinnuuppbyggingar í öðrum hlutum landsins. Allir fulltrúar í iðnn. utan einn treysta yfirlýsingum fulltrúa eigenda Landsvirkjunar, borgarstjóranum í Reykjavík, bæjarstjóranum á Akureyri og hæstv. iðnrh. Ég treysti þessum aðilum. Ég tel að samkomulag þetta sé landi og þjóð til heilla og segi því já.