Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 14:59:37 (3421)

1997-02-12 14:59:37# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[14:59]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Undir lok 2. umr. í gær sat ég hjá við frávísunartillögu. Ástæðan var sú að ég hafði og hef efasemdir um aðkomu Ríkisendurskoðunar að þessu máli í ljósi stöðu þeirrar stofnunar í stjórnkerfinu og hvort sú leið sem farin er í frv. samræmist því frv. sem hér liggur fyrir um Ríkisendurskoðun. Því atriði verður ekki breytt að sinni.

Hvað varðar orkuverðið, þá hafa hæstv. viðskrh. og borgarstjórinn í Reykjavík lýst því yfir skýrt og skorinort að orkuverð verði lækkað jafnframt því að Reykjavíkurborg fái þann arð sem að var stefnt. Því styð ég þetta mál og segi já.