Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 15:02:13 (3423)

1997-02-12 15:02:13# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[15:02]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Það kom fram í svari hæstv. iðnrh. við fyrirspurn minni í 2. umr. þessa máls að hann hefur í undirbúningi þáltill. sem hann vonast til að fljótlega verði borin upp í hæstv. ríkisstjórn, í þingflokkunum og síðan lögð fyrir hv. Alþingi. Þessi þáltill. á að innleiða samkeppni í orkugeiranum þannig að ekki þurfi að ákvarða raforkuverð í lögum eða í samningum eiganda. Í trausti þess greiði ég þessu frv. atkvæði mitt. Ég segi já.