Staða þjóðkirkjunnar

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 11:04:48 (3451)

1997-02-13 11:04:48# 121. lþ. 70.1 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[11:04]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég lít svo á að kirkjan verði að bera þann kostnað þannig að það kynni að fara svo, ef kirkjan vildi leggja niður prestsembætti á einum stað og flytja annað, að hún þyrfti að greiða biðlaun í einhverja tiltekna mánuði eins og réttur viðkomandi prests stæði þá til og bíða með að stofna embætti annars staðar þangað til að þeim biðlaunagreiðslum lyki. Ef fjárhagsaðstæður væru með þeim hætti að kirkjan gæti ekki brúað það á annan veg þá kynni kirkjan að þurfa að grípa til þess ráðs. En vera mætti að kirkjan gæti leyst það með öðrum hætti og þá væri henni að sjálfsögðu frjálst að gera það.