Lögmenn

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 11:49:44 (3463)

1997-02-13 11:49:44# 121. lþ. 70.5 fundur 255. mál: #A lögmenn# (heildarlög) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[11:49]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Herra forseti. Hér er á ferðinni mjög mikilvægt frv. og það olli mér talsverðum vonbrigðum að hæstv. dómsmrh. skyldi ekki fara ítarlegar í það heldur en hann gerði. Hann ræddi talsvert um að nauðsynlegt sé að fela stjórnvöldum eftirlitshlutverk með lögmönnum. En hann skýrði það lítt hvers vegna þetta eftirlitshlutverk er nauðsynlegt. Mig langaði að varpa fram þeirri spurningu til hæstv. dómmrh.: Hvers vegna nauðsynlegt er að hafa sérstakt eftirlit með einni stétt? Er það sökum starfa þeirra utan réttar eða er það vegna starfa þeirra innan réttar? Hvers vegna er nauðsynlegt að stjórnvöld hafi sérstakt eftirlits- og agavald með lögmönnum?