Flugmálaáætlun 1997

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 19:08:11 (3595)

1997-02-17 19:08:11# 121. lþ. 71.13 fundur 257. mál: #A flugmálaáætlun 1997# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[19:08]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. segir að niðurskurður um 90 millj. á Reykjavíkurflugvelli sé vegna þess að ekki séu til peningar. Það voru til peningar til að setja í ýmsar aðrar framkvæmdir í flugáætlun. Ástæðan fyrir þessum niðurskurði er sú að tekin var pólitísk ákvörðun um að skera niður á Reykjavíkurflugvelli. Það var ekki niðurskurður annars staðar í framkvæmdum við flugvelli. Þetta er pólitísk ákvörðun eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra. Það var gert til að koma í veg fyrir þenslu á svæðinu meðal annars. Það er ótrúlegt að heyra slík svör frá þingmanninum. Þetta er einungis forgangsröðun og hún er sú hjá hæstv. ríkisstjórn að setja ekki peninga í að endurbyggja Reykjavíkurflugvöll og stofna öryggi flugfarþega í hættu við vissar aðstæður í innanlandsflugi.