Réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 15:12:07 (3630)

1997-02-18 15:12:07# 121. lþ. 72.8 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[15:12]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kom fram í máli hv. þm. að hún væri formaður byggingarnefndar barnaspítala. Ég hefði gjarnan viljað heyra nánar um það hvernig þau mál eru stödd í dag. En ég vil beina þeirri fyrirspurn til hv. þm. hvort henni hefði ekki fundist eðlilegt að inni í þessari kostnaðaráætlun, ef gert er ráð fyrir að laga hér og bæta aðbúnað veikra barna, þá væri þess a.m.k. getið í kostnaðarumsögn fjmrn. sem hljóðar upp á það að frv. leiði til kostnaðarauka upp á um 4 millj. kr., ef frv. verður að lögum, hvort hv. þm. hefði ekki fundist eðlilegt að gerð væri grein fyrir því í þessari kostnaðaráætlun við hverju mætti búast varðandi kostnað við uppbyggingu barnaspítala því það segir sig sjálft að ef ekki er staðið við þá uppbyggingu þá er ekki hægt að standa við þessi lög.