Almannatryggingar

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 17:54:56 (3665)

1997-02-18 17:54:56# 121. lþ. 72.9 fundur 163. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv., Flm. ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[17:54]

Flm. (Ásta R. Jóhannesdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég var nú einmitt að svara þessu. Samkvæmt íslenskum lögum getur ellilífeyrisþegi ekki orðið öryrki, þ.e. samkvæmt lögum. Fyrir 67 ára aldur er hægt að meta starfsorkuskerðingu til örorku en eftir 67 ára aldur er það ekki mögulegt samkvæmt íslenskum lögum. Svo einfalt er það.

Aftur á móti benti ég á það að ef maður hefur skerta starfsorku eða býr við fötlun eftir ellilífeyristöku, þá er möguleiki í uppbótunum þar og á það minntist ég á áðan í mínu fyrra andsvari.