Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 18:35:10 (3675)

1997-02-18 18:35:10# 121. lþ. 72.95 fundur 210#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[18:35]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Um fundarhaldið vill forseti taka fram að hann hafði gert sér vonir um að ljúka mætti dagskrármálunum, a.m.k. tala fyrir þeim öllum, og heldur í þá von áfram en jafnframt að fundur þyrfti ekki að standa lengur en til 7.30 eða í mesta lagi til kl. 8. Forseti væntir þess að hv. þingmenn sem hér ætla að tala fyrir málum sínum sýni hver öðrum þá tilitssemi að vera stuttorðir þannig að þetta megi takast.