Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 18:46:47 (3679)

1997-02-18 18:46:47# 121. lþ. 72.11 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[18:46]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki séð annað eftir að hafa lesið þessar tillögur báðar saman, beiðni um skýrslu og þáltill., að hér sé efnislega um sama málið að ræða. Í beiðni um skýrslu kemur fram sú ósk að skýrslan verði tekin til umræðu á Alþingi fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna. Það má því búast við því að það verði á næstu dögum þannig að þá ættum við að geta tekið þá umræðu sem er þörf vegna biðlista og vegna þeirra svara sem koma fram eftir þá miklu vinnu sem hefur verið lagt í í heilbrrn. við þessa skýrslu. Ég get því ekki tekið undir með hv. þm. Tómasi Inga Olrich að þetta sé þarft þingmál því það er þegar búið að vinna það verk sem verið er að fara fram á hér og umræðan leiðir vonandi af sér gott eitt og kannski einhverja frekari vinnu. En hér er sem sagt búið að fara fram á að þessi vinna verði unnin og það er búið að vinna vinnuna eins og ég gat um áðan.