Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 11:20:09 (3749)

1997-02-20 11:20:09# 121. lþ. 75.5 fundur 70. mál: #A stjórnarskipunarlög# (eignarréttur á náttúruauðæfum og landi) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[11:20]

Mörður Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég hafði rétt fyrir mér áðan. Ég átti sjálfsagt ekki að vera að hvekkja hv. þm. Ragnar Arnalds á þessum bókstaf. Þetta er auðvitað eins og biblían. Hún er til. Við getum deilt um hvað í henni stendur. En hún er til þessi stefnuskrá og við Ragnar skulum bara fara hér á eftir og athuga þær greinar sem þar um ræðir.

Ég tek hins vegar undir það með hv. þm. að Alþb. hefur aldrei verið sérstakur þjóðnýtingarflokkur því að þrátt fyrir stefnuskrá sína og ýmsar yfirlýsingar annað veifið þá hefur Alþb. í reynd verið praktískur flokkur, sósíaldemókratískur flokkur sem í ríkisstjórn og í sveitarstjórnum hefur unnið ekki ósvipað og vestur-evrópskir jafnaðarflokkar og það er auðvitað grunnurinn fyrir því að við Ragnar eigum að vera í sama flokki þó að hann eigi kannski ekki að heita Alþb. (SJS: Bónorð, Ragnar.)