Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 11:21:17 (3750)

1997-02-20 11:21:17# 121. lþ. 75.5 fundur 70. mál: #A stjórnarskipunarlög# (eignarréttur á náttúruauðæfum og landi) frv., Flm. RA (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[11:21]

Flm. (Ragnar Arnalds) (andsvar):

Herra forseti. Það var satt best að segja allt annar tónn í seinni ræðu hv. þm. en þeirri fyrri og allt er gott þegar endirinn er góður. Hv. þm. komst þannig að orði að Alþb. hefði aldrei verið neinn sérstakur þjóðnýtingarflokkur. Þar hitti hann naglann á höfuðið og þar erum við sammála þannig að kjarni þessarar deilu er fundinn og eining fengin. Vonandi eigum við eftir að eiga gott samstarf á komandi árum hvort sem við berum gæfu til þess að sitja í sama flokki eða ekki. Það verður framtíðin að skera úr um.