1997-02-20 13:43:54# 121. lþ. 75.7 fundur 308. mál: #A fræðsla til að búa nemendur í framhaldsskóla undir þátttöku í samfélaginu# þál., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[13:43]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vona að hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir hafi ekki skilið orð mín svo að ég væri að mæla gegn forvörnum, þvert á móti. Ég tek heils hugar undir það sem hv. þm. hefur nefnt ítrekað um gildi fjármálafræðslu. Ég tek heils hugar undir það og taldi mig reyndar vera að gera það efnislega. En þetta snýst um skólapólitíska stefnu í þessum félagslegu málum. Það er í rauninni undir merkjum forvarna eins og hv. þm. vék að í andsvari sínu áðan. Það snertir fjármál, fjármálafræðslu, það er fíkniefnsfræðsla sem auðvitað eru forvarnir, það eru heilbrigðismál, það er líkamsbeiting sem auðvitað eru forvarnir. Það er jafnréttifræðsla og þannig má áfram telja. Um það snýst þetta. Hvenær eigum við að hætta að hafa þetta í skólanum? Ég er sammála efni tillögunnar um gildi þess að hafa ratvísikjarna eða SAM-áfanga sem hefur þessa þætti inni vegna formerkja forvarna þannig að ég hygg að við séum sammála.