Utandagskrárumræður

Fimmtudaginn 27. febrúar 1997, kl. 14:12:01 (4049)

1997-02-27 14:12:01# 121. lþ. 81.98 fundur 226#B utandagskrárumræður# (um fundarstjórn), GHall
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur

[14:12]

Guðmundur Hallvarðsson:

Virðulegi forseti. Að gefnu tilefni vegna orða síðasta ræðumanns vildi ég taka fram að ég vissi af þessari umræðu. En engu að síður eru ákvæði í þingsköpum sem heimila það að þingmaður getur komið hér og beðið um utandagskrárumræðu með tveggja tíma fyrirvara. Það eru staðreyndir málsins sem ég er að ræða um en ekki það hvort menn halda vöku sinni eða ekki. Ég er nú vanur því að halda vöku minni og hef gert það sem sjómaður áður en ég kom á Alþingi, hv. þm. En ég vildi mælast til þess að forsætisnefndin athugaði með breytingu á þessum ákvæðum þingskapa og það er eðlilegt að það sé lengri aðdragandi að utandagskrárumræðu heldur en þingsköp heimila.