Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 11:49:16 (4404)

1997-03-13 11:49:16# 121. lþ. 90.2 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[11:49]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Vitaskuld getur verið skoðanamunur á því hvort ráðherra telur málið hafa verið vanbúið eða ekki. Ég tel að það hafi verið það. Ég ætla ekki að gera ágreining við hann um það. Hann var fyrst og fremst að mótmæla þeirri skoðun minni að málið væri vanbúið.

Ég vil hins vegar ítreka það sem ég sagði áðan um þetta svar ráðherra. Hann mun svara hér síðar hluta af því sem hann getur. Á því sem hann getur ekki svarað mun hann láta fara fram þær úttektir sem eru nauðsynlegar til að svör komi til viðkomandi þingnefnda. Er ekki skilningur minn á svari ráðherra alveg ljós, þ.e. að hann mun setja í gang þá vinnu og þær úttektir sem eru nauðsynlegar til að svara því sem hann getur ekki svarað hér við 1. umr.? Ég sé að hann kinkar kolli. Ég tel það mjög mikilvægt að ef hann mótmælir ekki þessu eins og ég skildi hann og segi hér, þá lít ég svo á að það séu einmitt þau vinnubrögð sem hann er að leggja hér til.