Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 18:51:12 (4449)

1997-03-13 18:51:12# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[18:51]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Meginádeiluefni hv. þm. Bryndísar Hlöðversdóttur á frv. um Nýsköpunarsjóðinn var að það skyldi ekki vera opnað fyrir aðrar atvinnugreinar inn í sjóðinn. Þetta er mikill misskilningur. Frv. gerir akkúrat ráð fyrir því --- og það tók ég skýrt fram í ræðu minni áðan --- að með Nýsköpunarsjóði er verið að opna aðgang fyrir nýjar atvinnugreinar að áhættu- og nýsköpunarfjármagni. Það er meginbreytingin frá því sem áður hefur verið. Það er m.a. í samræmi við ágætis frv. sem Alþb. og óháðir hafa lagt fram hér á þingi um nýsköpunarlánasjóð fyrir atvinnulífið. Þetta er megintilgangurinn. Og ef það er ekki annað sem hv. þm. hefur út á málið að setja um að það skuli ekki gert þá er um misskilning að ræða og hann er þá leiðréttur hér með.