Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 18:57:23 (4453)

1997-03-13 18:57:23# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., ÁE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[18:57]

Ágúst Einarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í þessari umræðu, sem hæstv. forseti ætlar að fresta til hálfníu, ég hef engar athugasemdir við það, hafa gerst þau tíðindi að einn helsti sérfræðingur Framsfl. á þessu sviði hefur lagst algjörlega gegn þessu stjfrv. með rökum sem ég þarf ekki að lýsa hér. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort ekki væri við hæfi að fulltrúar Sjálfstfl. væru viðstaddir við umræðuna sem heldur áfram kl. hálfníu. Ég veit að það er einn þingmaður Sjálfstfl. á mælendaskrá en mér finnst málið vera það stórt að það verði að koma hér til atbeina annaðhvort forsrh., fjmrh., eða formanns þingflokks Sjálfstfl. eða formann efh.- og viðskn. Þetta eru allt mætir menn í þingflokki Sjálfstfl. sem þurfa að skýra málin, hvort það hafi orðið sinnaskipti og hvort það líti þannig út að það verði að endurmeta allt þetta frv. í ljósi röksemda hv. þm. Gunnlaugs Sigmundssonar. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort ekki sé hægt að koma því þannig við að við fáum skýrari umræðu um afstöðu stjórnarliðsins til þessa frv. Þó það sé vitaskuld í lagi sem stjfrv. þá hafa þau tíðindi gerst að við þurfum að fá um það betri umræðu.