Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 20:52:22 (4460)

1997-03-13 20:52:22# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[20:52]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég gerði hv. þm. ekki upp neinar skoðanir. Ég hrósaði honum fyrir málflutning hans. Ég var ekki á nokkurn hátt að reyna að múlbinda hann. Ég spurði hvort hann gæti upplýst mig um afstöðu annarra þingmanna. Hann sagði að hann svaraði fyrir sjálfan sig og gæti ekki upplýst um aðra. Það er alveg viðunandi svar. Ég er ekki að tala um að það eigi allir að vera með eina skoðun. Hins vegar höfum við stjórnarandstæðingar rétt á að vita það þegar borið er fram stjfrv., en það nýtur þá væntanlega þingmeirihluta, að hér koma stjórnarþingmenn og leggjast gegn báðum frv., hæstv. ráðherra, þá viljum við mjög gjarnan fá að vita hvernig málið er vaxið í þingflokkum stjórnarliðsins. Það er eðlileg krafa af okkar hálfu. Hér er ekki verið að egna neinn gegn öðrum, hv. þm. Þetta voru mjög einfaldar og kurteislegar spurningar sem voru bornar fram við hv. þm. Ég vil hins vegar geta þess að þegar hann spurði ráðherra áðan um breytingar í efh.- og viðskn., þá ætlaði ég líka að upplýsa hann um að efh.- og viðskn. getur lagt til hvaða einustu breytingu sem hún vill á frv. án þess að spyrja hæstv. ráðherra nokkurn skapaðan hlut. Þannig starfar þingið. Þannig munum við starfa í efh.- og viðskn. og hv. þm. veit það ósköp vel.