Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 11:46:04 (4812)

1997-03-21 11:46:04# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[11:46]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna þessari afstöðu hv. þm. og skil hana sem svo að hún muni styðja þá tillögu sem ég nefndi, þ.e. að það komi fram í nefndaráliti að þessum reglum verði breytt þannig að foreldrar geti sinnt börnum sínum daglega með því að fá greiddar ferðir milli heimilis og vökudeildar eða sjúkrahúss ef barn þarf að dvelja þar langdvölum. Ég skil svar hv. þm. svo. Ef það er rangur skilningur þá óska ég eftir leiðréttingu frá hv. þm.