Rafræn eignarskráning verðbréfa

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 17:17:49 (4962)

1997-04-03 17:17:49# 121. lþ. 98.7 fundur 474. mál: #A rafræn eignarskráning verðbréfa# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[17:17]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef fullan skilning á því vinnuálagi sem er á hv. efh.- og viðskn. því ég þekki það manna best sjálfur að mörg þau mál sem þar liggja fyrir og ég hef mælt fyrir á þessu þingi, bankamálin, sjóðamálin og þar fram eftir götunum, eru stór mál og þetta er eitt stórmálið enn sem bætist í þann sarp. Engu að síður fyndist mér mikilvægt að geta afgreitt það á þessu þingi og ég heyrði það á hv. þm. að hann mun horfa á þetta mál með mjög jákvæðu hugarfari. Þar fyrir utan veit ég að í þessari nefnd er mikið vinnuálag, hún heldur marga fundi fyrir utan reglulega fundartíma, en í nefndinni eru líka margir afburðamenn. Ég g hef þess vegna trú á því að hægt verði að ljúka þessu máli á þessu þingi.