Bæjanöfn

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 23:00:03 (5237)

1997-04-15 23:00:03# 121. lþ. 102.13 fundur 535. mál: #A bæjanöfn# (örnefnanefnd) frv., 536. mál: #A Örnefnastofnun Íslands# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[23:00]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Með frv. er alls ekki verið að taka neitt vald frá heimamönnum. Þvert á móti er verið að mæla fyrir um það að ef ágreiningur er þá beri að beina honum í ákveðið ferli til að komast að niðurstöðu. Það er ekki gott ef menn eru að búa til kort að hafa þrjú ólík nöfn um sama staðinn. Það verður helst að reyna að komast að niðurstöðu um hvert örnefnið er, að mati heimamanna og síðan samkvæmt ákvörðun þessarar nefndar, sem á að setja á landakortið. Hvort nefndin verði í höfuðborginni eða einhvers staðar annars staðar á eftir að koma í ljós. Ef það er það sem hv. þm. vex í augum að þessir þrír nefndarmenn sitji í höfuðborginni þá getum við örugglega leyst úr þeim vanda. Aðalatriðið er að við verðum að hafa ferli til að komast að niðurstöðu um þessi mál þar sem þetta stendur því orðið fyrir þrifum. Eins og ég sagði í máli mínu upphaflega þá er þetta tilkomið að ósk umhvrn. vegna vanda sem Landmælingar Íslands hafa lent í við kortagerð í landinu.