Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 14:43:47 (5433)

1997-04-18 14:43:47# 121. lþ. 106.6 fundur 528. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall, barnabætur o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[14:43]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get ekki fullyrt hér um það hver áhrifin verði af frv. á svarta atvinnustarfsemi. Ég hygg að hún verði ekki. Ég kann ekki svörin við því hvort einhver áhrif verði vegna vinnutímatilskipunar frá Brussel. Ég get hins vegar sagt það, og hefur komið margoft fram t.d. í nefndum sem skoðað hafa þessi mál, að eftir því sem skatthlutföllin eru lægri, eftir því sem skattstofninn er breiðari þeim mun meiri líkur eru á því að undanskot undan sköttum séu minni. Þetta eru samhljóða álit allra þeirra nefnda sem hafa starfað að þessum málum. Það vil ég að komi skýrt fram. Annars vil ég benda á það, virðulegi forseti, að ræða hv. þm. staðfestir nákvæmlega það sem ég hef sagt fyrr í umræðunni, þ.e. hinn mikla áherslumun sem er í málflutningi tveggja þingmanna Þjóðvaka hér í dag. Það stendur auðvitað upp úr þessari umræðu.