Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Mánudaginn 21. apríl 1997, kl. 23:11:08 (5574)

1997-04-21 23:11:08# 121. lþ. 108.6 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[23:11]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins út af lokaorðum hv. þm. hvað snertir samskipti ráðuneytisins og hv. efh.- og viðskn. þá lýsi ég líka yfir ánægju minni með það hversu vel það samstarf hefur gengið. Eins og kom fram hjá hv. þm. þá reyndum við að afla þeirra gagna sem nauðsynleg voru til að hv. efh.- og viðskn. gæti unnið málið eins faglega og nokkur kostur var.

Varðandi aðild starfsmannanna að undirbúningsnefndinni þá ítreka ég það sem ég sagði áðan að þetta lá ljóst fyrir þegar frv. komu inn í þingið. Starfsmönnum beggja bankanna var ljóst að það var ekki vilji fyrir því af minni hálfu að fulltrúar starfsmannanna sætu í þessum nefndum. Ég sé að þegar það kemur nú til 2. umr. frá hv. efh.- og viðskn. þá er meiri hluti efh.- og viðskn. þeirrar skoðunar. En ég er jafnframt og enn þeirrar skoðunar líka að við þurfum að tryggja starfsmönnunum áheyrnaraðild og tillögurétt í þessu starfi. Þeim verður gefninn kostur á að fylgjast mjög náið með því starfi sem fram fer í þessum þriggja manna nefndum skv. 2. gr. frv.