Einkahlutafélög

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:37:44 (5610)

1997-04-22 14:37:44# 121. lþ. 109.12 fundur 405. mál: #A einkahlutafélög# (EES-reglur) frv., Frsm. ÁE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:37]

Frsm. efh.- og viðskn. (Ágúst Einarsson):

Herra forseti. Ég geri hér grein fyrir nál. á þskj. 966 frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um einkahlutafélög.

Hér er um að ræða alveg sams konar frv. og ég gerði grein fyrir áðan, þ.e. það frv. og nál. átti við hlutafélög en hér er hins vegar systir hlutafélaganna, þ.e. einkahlutafélögin. Sambærilegar breytingar eru gerðar á lagabálki um einkahlutafélög og á hlutafélagalöggjöfinni og fjalla um, eins og áður, samræmingu einkahlutafélagalaganna við félagsréttartilskipun Evrópusambandsins sem er hluti EES-samningsins. Þær röksemdir sem ég gat um áðan eiga einnig við um þetta frv.

Nefndin leggur til samhljóða að frv. verði samþykkt óbreytt.