Samningur um bann við framleiðslu efnavopna

Mánudaginn 28. apríl 1997, kl. 18:09:48 (5722)

1997-04-28 18:09:48# 121. lþ. 113.1 fundur 593. mál: #A samningur um bann við framleiðslu efnavopna# þál., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[18:09]

Umhverfisráðherra (Guðmundur Bjarnason) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hlýddi á framsöguræðu hv. formanns utanrmn. um þetta mál þar sem fram kom að gert væri ráð fyrir því að það yrði Hollustuvernd ríkisins sem tæki að sér þetta eftirlitshlutverk. Þessir tveir ágætu ráðherrar hafa ekki rætt það sérstaklega en hæg eru heimatökin og auðvitað skorast ég ekki undan því að beita mér fyrir því að þessi stofnun umhvrn. taki að sér veigamikið hlutverk. Það er hins vegar ljóst að það þarf að huga að málefnum hennar eftir því sem við hlöðum á hana fleiri verkefnum.